Stærstur hluti þjóðarinnar treystir Jóhönnu

Ný ríkisstjórn og nýtt fólk í ráðuneytin er niðurstaða dagsins. Meira segja er á einhverjum bloggum búið að útdeila ráðuneytum. VG í menntamál, VG í heilbrigðismál, VG í fjármál. Ráðherralistinn er líka kominn hjá þeim sömu. Ég held að hjá meginhluta þjóðarinnar sé Jóhanna sá stjórnmálamaður sem óumdeildust. Hún á hug og trú þjóðarinnar.   

Nú veit maður ekki hvað Ingibjörg Sólrún er að hugsa varðandi formennsku í Samfylkingunni en víst er að ef hún hefur hugsað sé að stíga af þeim stokki, þá er Jóhanna ekki á hliðarlínunni. Því má segja að hún ógni engum vonarpening, drottningum eða kóngum. þannig er Jóhanna sá kostur sem hentar öllum. En ég spái slag um alla vega varaformannsembætti Samfylkingarinnar. Ingibjörgu Sólrúnu óska ég góðs bata og sendi henni hlýjar hugsanir.

Ég var sammála Ögmundi á Stöð 2 áðan þegar hann sagði við þurfum að íhuga og koma okkur saman um það sem sameinar en ekki það sem sundrar. Og björgunaraðgerðir til handa fyrirtækjum og heimilum er efst á þeim lista. Hann nefndi líka erlenda sérfræðinga sem æskilegt væri að kalla í.  Ef rétt er að hann sé nefndur við eitthvað ráðuneytið er enn ein staðan kominn upp í samfélaginu. Hann verður þá að segja af sér sem formaður BSRB. Nú veit ég ekki hvort hann vegur meira að vera formaður eða ráðherra í stuttri starfsstjórn. En prinsippmaðurinn Ögmundur á sjálfsagt ekki erfitt með að velja.  

Hvað sem öðru líður verður næsti sólahringur afar spennandi.  Sjálfsagt á meira eftir að leka út um ráðherralista ekki að þeir skipti öllu máli á þessari stundu.  Ætli málefnaskráin og leiðir til uppbyggingar séu ekki mikilvægari.     


mbl.is Ný ríkisstjórn í kortunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhanna hefur ekki hæfileika til þess að takast á við verkefnin sem framundan eru... það er alveg ljóst að við höfum ekkert að gera með fólk sem er hvað.. táknmynd
Jóhanna er líka mjög ofmetin, staðreynd

DoctorE (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 19:40

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Gaman að sjá þig hér doktore, Jóhanna er vinnusöm prinsipp manneskja. Hún er kostur sem hægt er að sameinast um. Og ef þú hefur áhyggjur af úthaldinu þá er þetta ekki langur tími. Að vísu nógu langur bæði til að koma einhverju í verk og klúðra (svona eins og manni sýnist fráfarandi ríkisstjórn hafa verið dugleg við að gera). En ég treysti Jóhönnu. Svo verður bara að koma í ljós hvort hún er traustsins verð. Við höfum nú ekki alltaf fylgst að í pólitík, en við gerum það núna. 

Kristín Dýrfjörð, 26.1.2009 kl. 19:47

3 identicon

Nú fyrst eiga Íslendingar verulega bágt! Vinstri stjórn í adsigi.

Sjá ritstjórnargrein SvD í dag: Ur askan i elden?
http://www.svd.se/opinion/ledarsidan/artikel_2379629.svd

S.H. (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 11:49

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Saga Jóhönnu er hálfgerð raunasaga. Jóhanna sagði einu sinni, "minn tími mun koma", en hann kom ekki þá, hún varð lúser. Jón Baldvin Hannibalsson (blessuð sé minning hans) varð krýndur konungur gamla Alþýðuflokksins þá.

Það er hinsvegar fallega gert af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, að gera stöllu sína að forsætisráð-herra í veikindaforföllum, þannig að spá Jóhönnu rættist seint um síðir.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 27.1.2009 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband