Að vera í takt við tímann

Getur verið að sjálfstæðismenn hafa ekki hlustað á samfélagið undanfarnar vikur? Hafi ekki hlustað á kröfuna um að skoða viðteknar skilgreiningar sem hér hafa tíðkast á lýðræði. Að þeir hafi ekki heyrt umræðuna um að lýðræði sé meira en að meirihlutinn ráði í krafti stærðar sinnar, lýðræði sé líka að hlusta, skoða og taka tillit til annarra sjónarmiða.  Lýðræði byggi á gagnrýninni umræðu, virðingu og tillitsemi. Það er ótrúlegt að forsætisráðherra hafi sagt að þeir sem eru í stærsta flokknum eiga að ráða mest. Við gáfum eftir við ríkisstjórnarmyndun að að hafa fleiri ráðherra. Þetta hlýtur að flokkast undir afar einfalda skilgreiningu á lýðræðinu og langt frá því að vera viðunandi.  Að vitna svo í stjórnarsáttmála sem er löngu orðinn úreldur kórónaði allt. Þetta er svona álíka gáfulegt fyrir sjálfstæðisflokkinn og að ætla sér að byggja kosningarbaráttu á að vitna í gamla samninga og eigin gjörðir í kosningarbaráttunni. Hreykja sér af síðustu 17 árum.  


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að vera í takt við tímann getur tekið á. Það er rétt.

Elvar (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 13:53

2 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

"Að vera í takt við tímann er of tímafrekt

til þess þarf ástundun og góða eftirtekt"

(Stuðmenn lagið Búkkalú)

Tjörvi Dýrfjörð, 27.1.2009 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband