Dagur leikskólans 6. febrúar

Í tilefni Dags leikskólans, ţann 6 febrúar í fyrra skrifađi ég grein í Fréttablađiđ, ég ákvađ ađ setja hana hér inn (svona eins og hún leit út á lokasprettinum hjá mér í fyrra). Ég hef annars veriđ afar löt viđ bloggiđ lengi. Ekki ađ af nógu er ađ taka. Er reyndar búin ađ ákveđa ađ skrifa um upplifun mína af myndinni um sólskinsdrenginn Kela. En hér er greinin sem bar ţađ merkilega nafn Leika mér.

 

Leika mér 

Hvađ varstu ađ gera í leikskólanum í dag? Ţetta er spurning sem heyrist daglega á ţúsundum heimila í landinu. Margir hafa líka fengiđ svariđ hér ađ ofan, „leika mér“. Í dag, 6. febrúar, hefur Félag leikskólakennara ákveđiđ ađ tileinka börnum og málefnum ţeirra. Dagurinn er hátíđisdagur okkar leikskólakennara vegna ţess ađ viđ stofnuđum stéttar- og fagfélagiđ okkar fyrir tćpum 60 árum á ţessum degi.

                                                                                                                                          

  (mfs) Leikurinn ávallt í fyrirrúmi

Sumt hefur breyst og annađ ekki frá ţeim tíma sem leikskólar voru fyrst starfrćktir á Íslandi. Frá upphafi hefur áhersla á leik barna einkennt starfiđ. Leikurinn hefur veriđ bćđi markmiđ og leiđ leikskólastarfsins. Međal annars vegna vissu frumkvöđlanna um ađ börn hafi innri ţörf fyrir ađ leika sér og ađ í gegn um leikinn ţroskist ţau. Viđ sem trúum á gildi leiksins lítum ekki á hann sem afţreyingu, heldur teljum viđ hann mikilvćgt og mótandi afl í lífi okkar flestra. Í leikskólanum er leikumhverfi og efniviđur skipulagđur ţannig ađ börn lćra m.a. um jafn ólíka ţćtti og vináttu, samhug, menningu, samstarf, lćsi, stćrđfrćđi og náttúrufrćđi. Oftast er ţetta allt samţćtt í leik.

 

Ef litiđ er á sameiginlega ţćtti í daglegu starfi flestra leikskóla án tillits til stefnu eđa strauma, má glögglega sjá ţau námstćkifćri sem í ţeim felast. Einn ţessara ţátta er útiveran – ađalsmerki  flestra íslenskra leikskóla.

                                                                                                                                  

  mfs) Námstćkifćri sem felast í útiveru  

Leikskólar leggja almennt mikla áherslu á útiveru. Bćđi vegna ţess ađ hún er hluti af menningu okkar, en ekki síst vegna ţess ađ útivera gefur ótal tćkifćri til ađ nema og ţroskast. Má ţar fyrst nefna aukiđ ţol og liđleika; börn hlaupa, hjóla, hrópa, moka og róla. Ţau lćra ađ standa á öđrum fćti, hoppa í parís og fara í hópleiki. Ţetta eru allt atriđi sem hafa áhrif á úthald og leikni. Í útiveru ćfa börn sig um leiđ í gildum lýđrćđisins. Ţau vinna saman ađ ţví ađ skapa eigin reglur og leiki og hjálpast ađ. Stundum ţurfa börnin ađ hugga félaga sem hefur dottiđ á sprettinum, eđa komast ađ samkomulagi um hver eigi ađ fá ađ hjóla nćst á ţríhjólinu.Ţau leika ţađ sem hćst stendur í lífi ţeirra ţá stundina, hvort sem ţađ er leđurblökumađurinn, gćludýrabúđin eđa fjölskyldan. Í útiveru er kennd náttúrufrćđi; bent á ský og skýjafar, hegđun og áhrif vindsins skođuđ og hitastigiđ metiđ, kannađ hvernig áhrif rigningin hefur á jarđveg og plöntur, hvernig sumt dregur í sig vatn á međan annađ hrindir ţví frá. Ţađ er fylgst međ hvernig sumariđ kemur á eftir vorinu og hvernig líf túnfífilsins breytist frá ţví ađ vera lítill knúppur til ţess ađ verđa bifukolla. Ţannig eru börn ađ lćra ađ rađa, flokka, ađ para saman, telja, setja í tímaröđ og margt fleira.                                                                                                                                                   

   (mfs) Hin vísindalega ađferđ

Námstćkifćrin í leikskólanum – til ađ lćra um samvinnu, um samkennd, vináttu, menningu, stćrđfrćđi, náttúrfrćđi, bernskulćsi – eru óteljandi á hverjum degi, líka í útiverunni. Ţađ skiptir hins vegar máli ađ sá sem skipuleggur starfiđ kunni ađ leiđa börnin ađ námstćkifćrunum, hann hafi ţekkingu á hvađ hann er ađ gera. Hjálpi börnunum ađ orđa verkefnin, fái börnunum verkfćri til ađ spá fyrir um og setja fram eigin tilgátur og sannreyna ţćr. Hvers vegna myndast pollar á lóđinni? Hvert fara pollarnir? Hvađ ţarf margar fötur af sandi til ađ fylla stóra holu sem fimm krakkar hafa mokađ? Hvađ getur einn krakki rólađ hátt? Uppeldisfrćđileg skráning er međal ţeirra verkfćra sem leikskólakennarar nota til ađ gera námiđ í leikskólanum sýnilegt og áţreifanlegt. Hún getur falist í ţví ađ skrá tilgátur barnanna og í framhaldinu ađ ákveđa nćstu skref. Eđa t.d. ţví ađ taka ljósmyndir af námsferlum barnanna. Međ skráningum er foreldrum og samfélaginu öllu opnađur skjár inn í leikskólann og hugarheim barna.

                                          

    (mfs) Hvers vegna ađ verđa leikskólakennari?

Fyrir rúmum aldarfjórđungi stóđ ég frammi fyrir ţví ađ ákveđa hvađ ég vildi nema eftir stúdentspróf. Í bođi voru fjölbreyttir möguleikar. Ég valdi ađ verđa leikskólakennari vegna ţess ađ í leikskólanum er hver dagur nýr dagur, međ nýjum áskorunum. Ţar sem ávallt eru ný og spennandi tćkifćri til sköpunar, ţróunar og náms. Ég hef alla tíđ veriđ stolt af vali mínu. Stolt yfir ađ vera leikskólakennari.

 

Höfundur er leikskólakennari og lektor viđ Háskólann á Akureyri

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband