Næringarríkt fæði og griðastaður

Það er gott að sjá að leikskólakennarar hvetja til þess að börn fái á næstu mánuðum að dvelja í leikskóla óháð efnahag heimilanna. Það er ekki bara að leikskólinn eigi að vera griðastaður barna, heldur verður hann í mörgum tilfellum sá staður þar sem börnum verður tryggður aðgangur að næringarríkum mat og það er ekki lítið. Skólar verða þeir staðir sem foreldrar treysta á að börnunum verði tryggður aðgangur að fjölbreyttu fæði sem þeir sjálfir verða sumir að ströggla við að veita.  

Ég hef reyndar líka velt fyrir mér hvort að leikskóladagurinn styttist töluvert í kjölfar þessara hremminga. Að fleiri foreldrar óski eftir styttri vistunartíma. Þrátt fyrir að ég telji að leikskóladagurinn hafi verið orðinn fulllangur þá tel ég mikilsumvert að gera ekki of miklar breytingar á daglegu lífi barna við núverandi aðstæður. Þó svo að ég telji gott mál ef hægt er í einhverjum tilfellum að stytta daginn niður í 6-7 tíma.     

 


mbl.is Börnum verði tryggður fullur aðgangur að leikskólanámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem betur fer hef ég nú ekki trúa á því að fólk verði í vandræðum með að fæða börnin sín. Hinsvegar geta sem betur fer flestir skorið niður ýmsan óþarfa

bjarnveig (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 17:01

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sem betur fer átti ég það mörg börn að ég var heima og elstu börnin mín 5 fóru ekki í leikskóla, en sú yngsta var hálfan daginn á leikskóla bara til þess að vera ekki alltaf ein heima með mér.  Hún hafði mjög gott af því að vera á leikskóla og ég var laus og liðug í fyrsta skipti í 20 ár þegar hún byrjaði á leikskólanum.  Að vera alein heima er minn stærsti lúxus.     Mér finnst það slæm þróun þegar börnin þurfa að vera í leikskólunum 8 - 9 klukkutíma á dag. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.10.2008 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband