2 tonn af sandi féll á eldhúsgólfið í dag

Gólfin í húsinu okkar hafa verið svolítið mishæðótt. Við mælum hallan í hvað fara margir tíkallar undir skápafætur til að stilla þá af. held að metið sé 6 tíkallar. Nú er sem sagt verið að laga þetta í hluta íbúðarinnar. Meðal þess sem gert var í dag var að taka milliborðin úr loftinu (til að styrkja bitana) og niður komu nokkur tonn af sandi.  Enginn á átti von á öllum þessum sandi sem hefur svo smogið allstaðar. Af þessum tæpu 30 fermetrum sem eldhúsið er komu minnst 2 tonn af sandi. Húsið var byggt 1902-1903 og sandurinn var var allur borin með handafli. Hann þjónaði þeim tilgangi að vera hljóðeinangrun. Hann hefur líka þjónað því hlutverki ágætlega en nú ætlum við að taka upp léttari efni, steinullina og gifsa allt á eftir. Mér varð hugsað til verkamannanna sem unnu verkið á sínum tíma, til hestanna. Það verður eiginlega að segjast eins og er að í núverandi ástandi lítur eldhúsið út skelfilega út. 

eldhúsið mitteldhúsið mitt

eldhúsið mittlitaprufur hehe

eldhúsið mitteldhúsið mitt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegar myndir, ég fylgist spennt með af breytingunum héðan úr Dk

Þú kannski rekur á eftir henni móðir minni að setja myndir af því sem að hún var að gera heima sjá sér á netið, svo ég geti séð það hehe

kv frá DK

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 04:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband