Mark - veiiii - leikur barna á Spáni í morgun

Ég fékk í morgun tölvupóst frá vinkonu minni í Barcelona, þar ríkir mikil kæti. Hún horfði á leikinn á veitingarstað þar sem allir óskuðu öllum til hamingju að leikslokum, fólk faðmaðist og kysstist. Í morgun heyrði hún í börnunum í leikskólanum sem er rétt hjá þar sem hún býr, þau skora mörk og svo fagna allir hinir. Margir Torresar af báðum kynjum og margir fylgjendur á ferli á skólalóðum Spánar þessa daga.  

Guðrún Alda skrifaði

Fólk klifraði upp á ljósastaura og flaggaði, klifraði upp á búðarglugga - hljóp um götur og það lá við að við yrðum umföðmuð á Römblunni - þetta var ótrúlegt. Það sást glöggt hverjir voru túrista - þeir stóðu eins og þvörur og horfðu spurnaraugum í kringum sig - við fögnuðum og urðum þá skyndilega ekki túristaleg;)

Ég sé enn fyrir mér þá sýn þegar karlmaður um sjötugt kom hlaupandi eftir stórri umferðargötu (engir bílar þar á ferð) leiðandi barn í kringum 5-6 ára (trúlega barnabarnið) með sólskinsbros á vör baðandi út þeim handlegg sem hann leiddi ekki barnið og söng "Viva la Espana!" barnið hljóp brosandi með og fannst voða gaman að hlaupa úti í nótinni með afa;)

Sjálf fór ég heim frá Ítalíu sama dag og þeir urðu heimsmeistarar og núna var ég á flugvellinum í Mílanó þegar þeir töpuðu gegn Hollendingum, en dagana fyrir úrslitaleikinn í heimsmeistarakeppninni hafði verið að magnast upp ótrúleg spenna og breiðtjöld voru komin á hvert torg. Þeir í hópnum sem voru á Ítalíu daginn sem þeir unnu segja það ógleymanlega reynslu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband