Opnun Skapandi efnisveitu í Hafnarfirði

Fyrsti dagur Skapandi efnisveitunnar er að renna á enda. Hefur verið alveg hreint frábær. Utan þess hvað ég er búin að vera utan við mig og gleyma hinu og þessu. Sem hefur orðið til þess að ég er búin að fara nokkrar aukaferðir í Fjörðinn.

Alda leikskólastjóri á Stekkjarási setti opnaði skapandi efnisveituna formlega að viðstöddum gestum. Hún þakkaði nefndinni, bænum og fyrirtækjum sem hafa styrkt þær með efni kærlega fyrir. Meðal þeirra eru tveir danskir sérfræðingar í skapandi efnisveitum, þær Karin Eskesen og Rita Willum. Þær voru mjög hrifnar og Karin ávarpaði samkomuna og færði gjafir.

Um 9.30 kom fyrsti barnahópurinn, 2-3 ára börn af Hlíðarbergi, þau skoðuðu og skynjuðu og léku. Eins og við er að búast leituðu þau fyrst í það þekkta en færðu sig svo inn á nýjar og áður ókannaðar slóðir.

Ég hvet alla leikskólakennara og aðra áhugasama til að kíkja inn í húsið sem síðast hýsti bílaleiguna HASSO í Hafnarfirði (Álfaskeið 115).  Kannski að leikskólakennarar nýti undirbúningstíma sína á miðvikudag, fimmtudag og föstudag til að líta við. Ég fékk sérstakt leyfi hjá stelpunum á Stekkjarási og Hlíðarbergi til þess að blogga og hvetja alla til innlits. ég vil líka minna á að um helgina er opið fyrir almenning. Nú dreymir okkur um að framlengja leigunni um svona 4 vikur til að gefa enn fleirum færi á að koma og vera með. Erum að hugsa leiðir til að finna peninga og svo auðvitað að fá húsnæðið alla vega smá í viðbót.

 

 New Picture Bjartur og Eyþór, sannir vinnumenn

 

Í dag var sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig börnin brugðust við. En myndir segja stundum meira en orð svo ég ætla að láta nokkrar fylgja með.

image003image054image005

image011image010

 

 image156   image156 

image157 image161image165

image154image152


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband