Gripum góðkunningja löggunar í dyragættinni

Ég sat og horfði sænskan krimma í danska sjónvarpinu rétt eftir miðnættið þegar ég heyri að það er tekið í útidyrahurðina. Ég kalla í Lilló sem átti náðugan tíma með sódúkúinu sínu við eldhúsborðið að aðgæta málið (eldhúsið er einum metra nær útidyrunum en sjónvarpsherbergið). Hann stökk fram og sá að það var komin rifa á útidyrnar, stekkur út og sér í hælana á einum góðkunningja lögreglunnar. Við húshornið nær hann honum og í leiðinni ýmsum gripum sem höfðu verið hreinsaðir úr vösum nágranna okkar í næsta húsi. Vinurinn reyndi þrátt fyrir að vera gripinn með hendurnar glóðvolgar að bera af sér gerðina, það hefðu nú verið einhverjir aðrir að verki. Lilló náttúrulega trúði honum mátulega. Við eiginlega vorkenndum honum soldið og voru að spá í hvort við ættum nokkuð að vera ónáða lögguna, en ákváðum svo nágranna okkar og kannski kortanna þeirra vegna að það væri betra. Höldum að þessi góðkunningi sem hefur nú reyndar áður gert sér dælt við ganginn hjá okkur hafi verið að leita að klinki og kannski einhverju til að hlýja sér.

Þetta er ekki fyrsta og sjálfsagt ekki síðasta skiptið sem einhver athugar með hurðina hjá okkur. Venjulega munum við eftir að læsa um leið og við komum inn - en í kvöld var ég með dót úr veislu dagsins í fanginu og gleymdi því alveg. Löggan kom svo snarhendis tók af okkur skýrslu og kom fengnum í hendur rétts eigenda.

Sannarlega vona ég svo að þessi góðkunningi löggunnar finni sér hlýjan náttstað.  

Að lokum verð ég að segja að ég hlæ enn af þjófunum sem stálu öllu lífrænt ræktaða grænmetinu okkar hér um árið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Bara tvær litlar athugasemdir. Annars vegar: Sudoku ekki suduku. Hins vegar: Lífrænt ræktaða grænmetið frá Akri er fengur.

Friðrik Þór Guðmundsson, 25.3.2008 kl. 02:06

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Æi, smá vitleysa man þetta bara svona sú dó kú og ég sé núna að ég hef samt náð að klúðra því heheh. Já og auðvitað mælum við tvímælalaust með grænmetinu frá vinahjónum okkar á AKRI, það er algjört sælgæti, happafengur sem ég vona að hafi farið vel ofan í fílkana sem stálu því um árið.  

Kristín Dýrfjörð, 25.3.2008 kl. 02:20

3 identicon

Já það er alltaf líf og fjör í miðbænum. Maður man eftir nokkrum svona "innbrotum" til viðbótar.

Trausti (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 11:10

4 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Fékk svona heimsókn um árið. Vaknaði við að náunginn var að gramsa í náttborðinu. Þegar hann var kominn fram í stofu réðst ég til atlögu með stól að vopni og kom náunganum út með því að hræða hann - en þó ekki nóg til að hann sleppti plastpokanum sem hann var búinn að safna dóti í. Þegar ég fór að kanna hvað hann tók kom í ljós að hann hafði á brott með sér ruslapokann úr eldhúsinu. 

Halldóra Halldórsdóttir, 25.3.2008 kl. 13:04

5 identicon

Já - nú veit ég að þið Halldóra og Kristín búið báðar í miðbænum en þjófar eru víst á ferð á fleiri stöðum. Hér í friðsælu hverfi í Hafnarfirði fengum við í heimsókn þjóf einn sem þó ekki þorði inn (að því er ég best veit) en hann dundaði sér við að stela hengirúminu okkar í garðinu sem þó var kyrfilega fest við tvö vegleg tré. Þjófurinn þolinmóði ákvað sem sagt ekki að skera á böndin heldur losaði þau a.m.k. sáust engin ummerki um annað.

Vona bara að Ikea verði aftur með hengirúmin í sölu í vor - og á sama prís 3000 kr.

diana (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband