Sturlubarnið veltir sér

Við fylgjumst auðvitað spennt með öllu vörðum á þroskaleið Sturlubarnsins. Núna hefur hann unnið það stórkostlega afrek að fara af baki yfir á maga. Hann veltir sér á hliðina, beygir höndina í 90 gráður undir sig og og veltir alla leið. Einbeitingin og hugsunin er alveg skýr. En svo kann litla stýrið ekki enn að fara til baka, hann er því fastur á maganum og líkar það ekki vel. Við bíðum auðvitað eftir næsta þroskastökki. Undanfari veltunnar var að hann var farinn að taka dót og svo skipta sjálfur á milli handa. Gera sér grein fyrir að hægt er að nota hendur til mismunandi verka samtímis.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband