Stjörnukíkir í dag - viđ ţar

Í dag klukkan tvö verđur ţátturinn Stjörnukíkir á dagskrá á rás 1. Međal ţeirra sem rćtt verđur viđ í dag er ég og Michelle leikskólakennari á Stekkjarási í Hafnarfirđi. Efni ţáttarins verđur skapandi starf í leikskólum. Ég vona sannarlega ađ mér hafi tekist ađ segja eitthvađ af viti. Hvet sem flesta til ađ hlusta.   
  
Á ríkisútvarpinu er nú búiđ ađ setja nokkra ţćtti inn í hlađvarp, ţar er hćgt ađ hlusta á ýmsa gamla ţćtti. M.a. allan Stjörnukíkir frá upphafi. Ég hvet sem flesta til ađ gera ţađ, ţađ er tíma vel variđ. Sjálfri finnst mér ţćgilegt ađ vinna međ rás 1 á.
Annars var viđtal viđ mig í síđustu viku í tilefni vísindasmiđju á vetrarhátíđ í Samfélaginu í nćrmynd hér má hlusta á ţađ í nokkra daga í viđbót.
  
AF VEF ruv.is
Ţetta er í vinnunni minni ... ţar er ég flugmađur og einkaspćjari og ég rćđ öllu.

Viđ bregđum okkur í töfraherbergiđ í leikskólanum í Stekkjarásií Hafnarfirđi en ţar er ađ finna alls kyns efniviđ, sćlgćtisbréf, trjágreinar, gostappa og efnisbúta svo eitthvađ sé nefnt en efniviđurinn ratar inn í sköpunarverk barnanna í leikskólanum sem búa til bíla og flugvélar, tölvuskjái og vinnustađi, stelpur og stráka úr könglum, kökudunkum, pappakössum og bómullarhnođrum. Ímyndunaraflinu eru engin takmörk sett og hlutirnir í töfraherberginu geta tekiđ á sig ótrúlegustu myndir. Töfraherbergiđ byggir á efnisveitunni Remida sem finna má í norđur-ítölsku borginni Reggio Emilia en ţar komu leikskólayfirvöld á samstarfi viđ fyrirtćki og verksmiđjur sem láta af hendi rakna afgangsbirgđir og úreltar vörur af ýmsu tagi sem nýtast leikskólum í borginni í skapandi starfi. Umhverfisvernd og endurnýting er ţannig innbyggđ í starf Remidu. Rćtt verđur viđ Michelle Soniu Horn, deildarstjóra listasmiđju Stekkjaráss um starfiđ á leikskólanum.

Einnig verđur rćtt viđ Kristín Dýrfjörđ, leikskólakennara og lektor viđ leikskóladeild Háskólans á Akureyri sem segir frá ítölsku skólastefnunni Reggio Emiliasem hefur sett mark sitt á fjölmarga leikskóla hérlendis á undanförnum árum og áratugum. Stefnan hefur vakiđ heimsathygli, en áriđ 1991 valdi tímaritiđ Newsweek Reggio Emilia skólana á međal tíu bestu skóla í heimi.

Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld tekur ađ sér ađ rifja upp sögur af eftirminnilegum kennara. Tónlistin í ţćttinum er eftir John Cage (brot úr A Book of Music fyrir tvo undirbúna flygla í flutningi Joshua Pierce og kafli úr Svítu fyrir dótapíanó, einnig í flutningi JP) og Benna Hemm Hemm (Riotmand af plötunni Ein í leyni).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband