Sturlubarnið í ungbarnasundi

Það var stórkostleg upplifun að skreppa í Mýrina í Garðabæ og fá að fylgjast með Sturlubarninu í ungbarnasundi. Hann skríkti og hló. Var mjög athugull og passaði að líta reglulega í áttina til ömmu og afa, svona eins og til að tékka á hvort við værum ekki örugglega að fylgjast með. Birna kennari leiddi tímann með styrkri stjórn. Greip eitt og eitt ungabarn og lét það kafa. Fylgdist árvökul með stoltum foreldrum gera slíkt hið sama.

Mér fannst líka gaman að heyra öll leikskólalögin sem hún notaði með. Hvert lag átti sína hreyfingu í vatninu. Og svo klöppuðu foreldrarnir og hrósuðu ungunum sínum. Ég er auðvitað svo leikskólaskilyrt að ég ætlaði alltaf að fara að syngja með. Ég var með myndarvélina og Lilló með myndbandsvélina. Hann náði alveg stórgóðum myndum af tímanum. Litla fjölskyldan kom svo í heimsókn á sunnudaginn og fékk að sjá afraksturinn. Fyndnast var að sjá brosið sem færðist yfir andlit Sturlubarnsins þegar að hann heyrði rödd foreldrana óma úr sjónvarpinu hvort sem var í söng eða hrósi.

borða putta  standa

áhugsamurgul önd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk, okkur finnst það. Vonandi gengur vel í skriftunum **)

Kristín Dýrfjörð, 22.2.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband