Ingibjörg Kristleifsdóttir - nýr varaformaður í Félagi leikskólakennara

Er með tvær hamingjuóskir á dagskránni. Í Félagi leikskólakennara gerðist það í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir endurreisn þess sem stéttarfélags fyrir 20 árum að það komu fram tvö framboð til varaformanns. Tvær mætar konur vildu leggja á sig það hlutverk í þágu allra hinna að gæta hagsmuna þeirra og barnanna okkar. Úrslit voru afgerandi en samtímis þannig að báðar geta verið stoltar af. Ingibjörg Kristleifsdóttir sem var kjörin varaformaður hlaut rúm 54% atkvæða og Marta Dögg Sigurðardóttir fékk tæplega 44%, atkvæða. Ég óska þeim báðum hjartanlega til hamingju. 

Svo horfði ég á sjónvarp frá Alþingi í dag, þar var menntamálaráðherra að svara fyrirspurn um Háskólann á Akureyri. Sagði meðal annars að ein stærsta útstöð HA væri hennar eigin heimbær, Hafnarfjörður. En þar er skólinn í samstarfi við öfluga fjarkennslumiðstöð.

 

Meðal þeirra sem stigu í stól er ung varaþingkona Vinstri grænna úr Norðausturkjördæminu, Dýrleif Skjóldal nemi við leikskólabraut HA. En meðal þess sem hún nefndi var þær gríðarlegu breytingar sem hafa orðið á Akureyri í leikskólamálum eftir tilkomu leikskólabrautarinnar þar. Fáir geta státað af jafn mikilli mönnun fagfólks á leikskólum eins og Akureyrarbær, meðaltalið er um 70% á meðan landsmeðaltalið er nærri 40%. Þetta má rekja beint til HA. Ég vil nota tækifærið og þakka varaþingkonunni ungu að beina kastljósinu að gleðilegum fréttum af leikskólum. Til hamingju með að nota það tækifæri sem þér gefst til að koma málefnum barna á framfæri.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband