Eyjófur að hressast

Baktería

Svona lítur baktería út að mati sænskra leikskólabarna.

Ég er komin á breiðvirkandi sýklalyf, enda gafst ég upp fyrir veikindum mínum eftir enn eina svefnlausa hóstanótt og fór til læknis. Manneskjan með læknafóbíuna. Óþverrinn var kominn ofan í lungu og ekkert að gera nema leita á náðir Lyfju. Held náttúrulega að ef ég hefði nú tínt mín fjallgrös í sumar hefði ég náð þessu úr mér fyrr. En þegar ég eina andvökunóttina ætlaði að sjóða mér þann galdraseið, komst ég að því að koddaverið sem ég geymi grösin í var tómt. Kennir mér meiri fyrirhyggju næsta sumar.  Vonast nú til að ná að klára það sem hefur beðið í meðvitundar og kraftleysi mínu. Svo ætla ég að fá frændur og vini í lægri kantinum í heimsókn annað kvöld, hlakka mikið til. Ætlum að gera eitthvað skemmtilegt saman og boða grjónavelling með mikið af rúsínum.  

 

Sturlubarn er farinn að velta sér af maga á bak og ógurlega montinn þegar hann hefur afrekað það. Það er líka léttir að heyra að hann getur grátið aftur með hljóðum drengurinn. Unga fjölskyldan kom og leit á okkur gamalmennin áðan. Við borðuðum saman og þau horfðu á leik Totteham sem vann. Svo allir voða glaðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband