Stjórnrót

Trúmál eru sérstakt áhugamál hjá mér og hafa verið lengi. Um daginn á Þjóðarspegli hitti ég m.a. sálfræðikennara minn úr Fósturskólanum og við rifjuðum upp gamla tíma. Ég sagðist nú kannski ekki endilega muna margt en sumt hafi reynst mér notadrjúgt, meðal þessa er hugtakið stjórnrót (locus of control) sem skiptist í ytri og innri stjórnrót. Styrkur stjórnrótarinnar er mæld á samfelldum skala.  

  

Þeir sem stjórnast að mestu af ytri stjórnrót leita mikið út fyrir sjálfa sig að orsökum og afleiðingum. Finna aðra til að kenna um. Þeir sem hafa sterka innri stjórnrót leita inn á við í eigin tilfinningar og gerðir. "Ég féll á prófinu vegna þess að ég var ekki nógu vel lesin", á meðan ytri stjórnrótin segir, " ég féll vegna þess að prófið var ósanngjarnt, vegna þess að ég gat ekki sofið útaf..."

Mér hefur verið þessi gamla þekking nokkuð hugleikin undanfarið. Verið að yfirfæra hana á umræðuna um trúna og siðfræðina. Verið að velta fyrir mér tengslum þess að telja "björgun" íslenskrar þjóðar og menningar liggja í hugtakinu kristilegt siðgæði og stjórnrótar viðkomandi.

 

Í leikskólastarfi nýttist þessi þekking mér einna best til að vinna með sjálfsmat, sjálfsmynd og siðfræði. M.a. með inntak fyrirgefningarinnar. Og eins og flestir vita þá er það að læra um fyrirgefningu mikið mál þegar maður er fjögurra ára.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Af hverju ertu fullur og nafnlaus? Skal svara ef þú setur fullt nafn og tölvupóstfang undir spurninguna.

Kristín Dýrfjörð, 14.12.2007 kl. 20:36

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Kveðja úr veðri sem er orðið sæmilegt hér á Akureyri. Jólaboð rektors fór vel fram í gærkvöldi, a.m.k. þangað til kl. 23; Finnur fékk möndluna og enginn skandall í kringum hana. Fékk bókina Eldað í hægum takti í verðlaun og ætlar að bjóða okkur að borða þegar hann hefur lesið hana.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 15.12.2007 kl. 16:09

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Skrítið að maðurinn skuli agnúast út í ættarnöfn, sem sjálfur ber ættar- og viðurnefnið Fullur.

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.12.2007 kl. 22:31

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Fyrst takk Ingólfur, var með ykkur í anda, er enn með flensu og finnst eiginlega nóg komið (Sturlu er hinsvegar batnað). Það var nú annars ágætt að fleiri möndlur fóru ekki á ferð eins og hér um árið. Þó mér finnist það með fyndnari minningum úr jólaboðum rektors. Og miðað við hvað sagan er lífseig eru fleiri á sama máli.  heheeh. Verðum við ekki að fagna að möndlugjöfin kom í hlut kennaradeildar. Síðasti séns, ekki satt?

Iss Lilló maður nennir sjaldnast að halda uppi rökræðum við "fulla". Þegar þeir eru komnir á snúruna horfir málið öðruvísi við.

Kristín Dýrfjörð, 16.12.2007 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband