Sturla Þór heitir hann litli ömmu og afastrákurinn

Nafnaveisla Sturlu Þórs 009Nafnaveisla Sturlu Þórs 015

Nafnaveisla Sturlu Þórs 012Nafnaveisla Sturlu Þórs 011

Á nafnadaginn - kátastur á teppi að skoða heiminn

Trausti og Íris buðu til nafnaveislu í dag. Þau komu okkur Lilló gjörsamlega í opna skjöldu þegar þau tilkynntu að drengurinn heitir Sturla Þór í höfuðið á Sturlunni okkar. Við táruðumst öll, frænkur og frændur, ömmur og afar í föðurættinni. Þegar kúturinn var nýfæddur sögðum við Trausta og Írisi að það væri engin pressa frá okkur eða að við ætluðumst til að hann nefndi í höfuðið á bróður sínum. Við vildum alls ekki að þau upplifðu pressu, okkur fannst rétt að þau veldu nafn á drenginn sinn á sínum forsendum. Þess vegna urðum við svo hissa en líka innilega glöð.

Sturlan okkar eldri væri tuttugu og þriggja ára núna hefði hann fengið að lifa. Við fengum ekki tækifæri til að sjá hann þroskast sem fullorðinn einstaklingur. Núna fáum við annað tækifæri til að sjá Sturlu vaxa úr grasi. Fyrir það erum við þakklát og hamingjusöm.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að lesa þetta var nú nóg til að koma út á mér tárunum. Innilega til hamingju elsku Kristín  og skilaðu hamingjuóskum til fólksins þíns.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 22:48

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk Anna, skal gera það. Svo "gleymdi" ég að segja að Trausti átti líka afmæli í dag.  Ég held samt að hann fyrigefi mér. 

Kristín Dýrfjörð, 13.11.2007 kl. 22:56

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Elsku Kristín, til hamingju með drenginn og nafnið

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 14.11.2007 kl. 07:45

4 identicon

Elsku Kristín og Lilló - til hamingju með nafnið - ég frétti þetta í gærkvöldi, en að lesa þetta og sjá myndirnar þá táraðist ég.  Knús til ykkar

Síta (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 10:57

5 identicon

Til hamingju Kristín og þið öll,

fékk staðfest við lestur þessarar færslu að tárakirlarnir mínir eru í fínu lagi.

hamingjuóskir

Díana

diana (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 19:00

6 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Til hamingju með strákinn! Tek undir með Árna, hann er líkur ömmu sinni

Valgerður Halldórsdóttir, 15.11.2007 kl. 00:45

7 identicon

Til hamingju og gullfallegur er hann. 

Systa

bergljót b guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 09:53

8 identicon

Innilegar hamingjuóskir til ykkar, Kristín mín.

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 18:32

9 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Ég hrærðist mjög er las um og skoðaði myndir af ömmu og afastráknum ykkar,,Sturla Þór" maðurinn minn var á gjörgjæslunni um tíma(Helgi Gretar frá Eskif.)þegar ykkar ástkæri ,, Stulli"barðist fyrir lífi sínu,blessuð sé minning hans!Ég mun fylgjast með nýja,,Stulla" hér á síðunni.Bestu kveðjur til forerldra þinna Kristín.

                  Svanfríður (dóttir Gísla frá Langhúsum Fljótum)

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 17.11.2007 kl. 12:12

10 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Sturla Þór Traustason rules!

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.11.2007 kl. 12:46

11 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk fyrir Svanfríður, ég man vel eftir ykkur og skal koma kveðjum áleiðis. Vildi reyndar svo til að á leiðinni út hitti ég á Keflavíkurflugvelli eina af þeim hjúkkum sem vann á gjörgæslunni, hún mundi nú enn vel eftir okkur (heilsaði mér raunar að fyrra bragði). Ég sagði henni að við hugsuðum oft til þeirra. Sérstaklega gerum við það þegar slys verða og við vitum undir hverslags álagi deildin er.

En núna er það Sturla Þór Traustason sem á hug okkar allan. Er augasteinn okkar og eftirlæti.

Kristín Dýrfjörð, 17.11.2007 kl. 12:57

12 identicon

Innilegar hamingjuóskir með litla manninn, Kristín mín!

Eygló (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband