Vona að viðhaldið sé í lagi

Sem einlægur og reglulegur notandi Fokkervéla er ég að velta fyrir mér, í síðustu viku þurfti að snúa vél við til Akureyrar vegna þess að það var ísing og hurð lokaðist ekki almennilega, í dag er það hreyfill og jafnþrýstingur. Vona sannarlega að viðhaldið sé í lagi. Sem áhugamanneskja um flugöryggi finnst mér mikilvægt að vita hvort þetta er t.d. sama vélin og hvort hún sé þá ekki á leiðinni í allsherjar yfirhalningu.

Nú er sá árstími sem stormviðvaranir eru nærri daglegt brauð og maður má alltaf búast við töluverðri ókyrrð en mér finnst óþægilegt til þess að vita að vélarnar séu í ofanálag að bila á þennan hátt. Mér finnst óþægilegt að fólkið mitt þurfi að vita af mér í flugi við þessar aðstæður.

En svona til að klára málið þá sagði einu sinni samstarfsmaður við mig að innst inni gleddist hann alltaf þegar flugslys væru einhverstaðar úti í heimi, það drægi nefnilega úr tölfræðilegum líkum á að hann lenti í slíku sjálfur á ferðum sínum. Svona vil ég ekki hugsa, að ég hafi verið tölfræðilega heppin að vera í ekki í þessum flugum. Flugöryggi á að vera sjálfsögð krafa.

Jæja ætli það sé ekki best að fara að koma sér í rúmið, á að fara í flug með fyrstu vél í fyrramálið.


mbl.is Lenti aftur á Egilsstaðaflugvelli eftir að olíuþrýstingur í öðrum hreyfli féll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá pen ábending....Atvikið þar sem ís hindraði að hurðin náði að lokast almennilega um daginn kemur viðhaldi flugvéla ekkert við.

Það hafði verið vatn/raki inní "dyrakarminum" og svo klifrar vélin uppí frost þar sem þetta frýs og hurðin nær þar afleiðandi ekki að halda þrýstingnum. Því lækkaði vélin flugið og flaug þannig til Reykjavíkur. Eina sem var þörf á að gera þegar vélin lenti var að hreinsa ísinn burt.

Magga (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 09:54

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæl takk fyrir þetta, en finnst þér þetta samt vera eðlilegt? Ég flýg nokkuð mikið og aðallega á veturnar. Ég hef aldrei lent í svona atviki. Og er það ásættanlegt að ekki var hægt að klifra yfir 14 þúsund fet við þessar aðstæður? Síðast þegar ég fór frá Akureyri til Reykjavíkur flaug vélin í 20 þúsund fetum til að fljúga yfir veður. 

Hinsvegar urðu klukkutíma tafir á brottför í morgun til Akureyrar vegna vélabilunnar.  Og ég fann verulega fyrir ójöfnum þrýstingi inn í vélinni þegar hún kom inn Eyjafjörð. Það er orðið langt síðan ég hef fundið jafn mikið fyrir þrýsing inn í vélinni.

Kristín Dýrfjörð, 7.11.2007 kl. 10:55

3 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Tek undir vangaveltur um flugöryggi . . . . var í vél sem þurfti að snúa frá lendingu á Akureyri sl. sunnudag - vegna alvöru ókyrrðar í lofti yfir fjallabrúnum Eyjafjarðar . . . . sem betur fer ekki biluð vél.

Köllum hiklaust eftir því að flugrekstraraðilar standi sig í viðhaldinu og lendi ekki inn í fáránleika eins og gerðis hjá SAS  - með  Dass-vélarnar þar sem þurfti þrjú óhöpp áður en vélarnar voru teknar úr rekstri.

Knýjum ekki síður á stjórnvöld að tryggja öryggi flugleiðsögutækja og viðbragðsaðila á ´jörðu niðri.  Þar þurfum við að standa okkur betur bæði á Akureyri og í Keflavík

Benedikt Sigurðarson, 7.11.2007 kl. 22:08

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk Bensi, í gær klukkan rúmlega sex mætti ég á flugstöðina á Akureyri og var þá tilkynnt að það væri seinkun (ég var ekki með gemsa svo ekki hægt að láta mig vita), seinkun vegna bilunar, skömmu seinna var okkur sagt að önnur vél væri farin, veit ekki hvort henni var snúið við eða hvort hún náði aldrei á loft, alla vega var frekari seinkun vegna þess að hún var biluð. Það tókst að koma farþegum norður í þriðju atrennu og mér heim. Lenti í Reykjavík 21.35 stað 19.25 eftir tíðindalítið flug. Þetta er kannski ekki mikil seinkun í heildina, en fyrir mig þrír tímar að óþörfu í umframbið á flugvöllum í gærdag.

Að lokum vil ég taka fram að starfsfólk Flugfélagsins í afgreiðslu og flugvélum stendur sig vel og hef ég ekkert átt nema ánægjuleg samskipti við það.

Kristín Dýrfjörð, 8.11.2007 kl. 12:15

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ekki líst mér á ef flugrekendur eru farnir að skera niður viðhaldið (sem ég veit ekkert um). Það er alvarleg vísbending fólgin í því dæmi þegar olíupakkning fer og að þegar drepið er á viðkomandi hreyfli sé biluð pressupakning við hinn hreyfilinn sem leiðir til þess að þrýstingur í farþegarými klikkar. Flugvélin fór þá að líkindum af stað með þessa pressupakningu bilaða. Til umhugsunar. Pælum í þessu.

Friðrik Þór Guðmundsson, 9.11.2007 kl. 00:26

6 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

og að það þurfi margra mánaða bið eftir skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa eins og fram kom í fréttum í dag er alls ekki gott. Nú þarf að hafa hraðar hendur, markmið rannsóknarnefndarinnar er að stuðla að umbótum, ekki satt? Held að hér þurfi að hraða málum eins og kostur er, við neytendur og starfsfólk flugfélaganna á rétt á því.  Er-var (alla vega í gær) svo ekki önnur vél með brotna framrúðu eftir að einhver hitari bræddi yfir? Finnst eins og ég hafi heyrt það.

Af vef ruv.is 

"Mánuðir geta liðið þar til eiginlegri rannsókn Rannsóknarnefndar flugslysa á nauðlendingu Fokker 50 vélar Flugfélags Íslands á Egilsstaðaflugvelli lýkur. Þorkell Ágústsson rannsóknarstjóri segir það flokkast undir alvarlegt flugatvik þegar slokknar á hreyfli flugvélar og jafnþrýstibúnaður í farþegarými bilar.

Vettvangsrannsókn á Egilsstöðum er lokið og nú tekur við frumrannsókn sem getur tekið allt að þrjár vikur. Að henni lokinni tekur við eiginleg rannsókn, en meðal þess sem verður kannað er hvers vegna olíupakkning í hreyfli vélarinnar gaf sig."

Kristín Dýrfjörð, 9.11.2007 kl. 00:46

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Auðvitað á lokaskýrsla ekki að dragast úr hömlu, en RNF ætti hiklaust að nýta sér rétt sinn til að gefa út interim skýrslu tiltölulega fljótlega ef snemma koma í ljós ótvíræðar staðfestar niðurstöður um einstaka þætti sem ættu að koma hið fyrsta fram í þágu flugöryggis. Vona bara að RNF týni ekki hreyflunum!

Friðrik Þór Guðmundsson, 9.11.2007 kl. 00:58

8 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Enga paranoju, þetta er aðeins stærri hreyfill en síðast. En spurning um pakkninguna, hehe, gæti dottið í vasa einhvers á leiðinni út.  

Kristín Dýrfjörð, 9.11.2007 kl. 01:06

9 identicon

Ójafn þrýstingur getur verið orsök þess að flugmennirnir séu að lækka hraðar en venjan er. Orsök fyrir því er oft að þeir fái heimild til lækkunar í seinnikantinum og þurfa því að lækka hraðar, eða vélin er að fara í e-rs konar veðurafbrigði þar sem betra er að fara hratt í gegnum það.

Varðandi RNF þá hafa verið of margar breytingar á stofnuninni til að hún geti starfað eins eðlilega og unnt er. Mannabreytingar, veikindi og fleira sem hægir á starfseminni.

Held að ég geti fullyrt það að RNF er ekki með mótorinn, þeir eru með pakkninguna sem gaf sig hins vegar ásamt öllu því sem þeir þurfa til að klára þetta mál.

Í máli sem þessu þá verður örugglega ekkert til úrbóta nema Fokker verksmiðjunni sé gert að betrumbæta þessa pakkningu og/eða gera kröfu á að nota aðra sem er síður líkleg til að gefa sig. Flugmennirnir stóðu sig með prýði og gerðu allt rétt sem átti að gera.

Reyndar bendir allt til þess að "bleed-ið" á vinstri mótor hafi ekki virkað eins og skildi en annar hreyfill á að geta haldið þrýstingi inní vélinni og því hafi vélin misst þrýstinginn þegar slökkt er á hægri hreyfli

Svo eitt að lokum... er ekki betra að bíða í 2-3tíma á meðan verið er að gera við sé e-ð að, heldur en að fara í loftið á réttum tíma?

Það eru vinnuaðferðir hjá flugmönnum sem eru þannig að um leið og þú verður var við að e-ð er ekki eins og á að vera í vélinni þá er það skrifar í viðeigandi bók og næsta áhöfn fer ekki af stað fyrr en flugvirkjar eru búnir að fara yfir það.

Þar sem Flugvirkjar hjá öllum stærri flugrekendum eru í fastri vinnu þá er betra fyrir félagið að láta þá grúska í vélunum heldur en að þeir hangi í kaffi ;)

Jæja held að ég sé búin að kommenta á það sem mig langaði til og ætla því að hætta þessu blaðri :)

Magga (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 16:19

10 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk, auðvitað er betra að hanga og ég er talskona þess að vél fari ekki í loft nema pottþétt. Eins og ég sagði fer ég mikið á milli og er farin að þekkja mismunandi tegund þrýstings og ókyrrðar, finn það reyndar afar vel á kroppnum á mér eins og þið sem fljúgið mikið vitið sjálfsagt manna best. Við hjónin vorum bara djóka með mótorinn þar sem mótorinn í slysinu sem sonur okkar fórst í var allt í einu horfinn úr vörslu RNF til útlanda. Skil það vel að aðrir skilji ekki okkar einka djók.

Og sem einlægur aðdáandi og notandi flugsins finnst mér bara allt í lagi að tala um þessi mál. Kannski af því að ég er búin að lenda oftar í svona í vetur en undafarna 10 vetur.  

 ps. Og eru Fokkerverksmiðjunar ekki lögnu farnar á hausinn og hættar allri framleiðslu?, eins og mig minni það

Kristín Dýrfjörð, 9.11.2007 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband