Tækniömmur og afar

Ég viðurkenni að ég er svolítið veik fyrir nýrri tækni. Stundum er not fyrir þessa tækni stundum ekki. En áðan uppgvötaði ég ný not fyrir skypið. Sonurinn er með myndavél á sínu skypi og Lilló líka og þeir voru að tala saman. En hjá syninum var lítil tveggja ára dama í heimsókn. Lilló spilaði fyrir hana nokkur barnalög í gegn um tölvuna og söng með. Ég sé í anda þegar litli ömmu/afadrengurinn verður aðeins eldri að við lesum kvöldsöguna og spilum vögguvísur í gegn um skypið. Þannig getum við verið hvar sem er í heiminum og alltaf í sambandi.

Reyndar höfum við hafst svona samband við fjölskylduna í Seattle í mörg ár. Sonja sýnir okkur skólaverkefni, dýrin sín og vinir hennar mæta stundum og tala við okkur, þær eiga til að ræða lengi við Lilló um síðasta fótboltaleik. Spencer er ekki eins mikið fyrir svona gagnvirkt samband í tölvunni en lætur sig hafa að segja nafnið mitt ef ég þráspyr hann. This is- segi ég,  this is segir hann og svo kemur, this is KRIstin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

Börnin mín þreyttast ekki á því að bera upp á mig fullyrðingu sem ég hef einhvertímann sagt.

-Ég ætla aldrei að fá mér GSM síma.

-Ég ætla aldrei að fá mér debetkort.

Núna hins vegar geng ég næstum aldrei með á mér reiðufé.

Ég er líka orðin ansi laginn í að senda SMS og taka við GSM símtölum.

Hins vegar vissi ég ekki fyrr en í gær hversu leikin ég er í því að skoða mailið mitt á símanum.

Í gær var ég að baka pönnukökur, eins og allir vita þarf að bíða þar til að hver kaka sé tilbúin á pönnunni. Þannig að til að stara ekki bara út í loftið að meðan á þeirri bið stóð. Las ég tölvupóstinn minn í símanum á meðan.

Segið svo að mýtan um að konur geti gert margt í einu eigi ekki við rök að styðjast.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 14.10.2007 kl. 19:41

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Hún er auðvitað engin mýta, og við konur á flottri tæknisiglingu.

Kristín Dýrfjörð, 14.10.2007 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband