Veðramót

Ég hálf kveið fyrir að fara í bíó – kveið fyrir að þurfa að horfast í augu við þau ungmenni sem þarna voru kynnt til sögunnar. Held að þetta hafi ekki verið ósvipuð líðan og þegar við fengum fyrst fulltrúa frá Stígamótum í leikskólann til að ræða kynferðislegt ofbeldi í kring um 1990. Það voru erfið spor. Að þurfa að viðurkenna ljótleika heimsins og horfast í augu við hann. Þurfa að þekkja einkenni hans og atferli. Það var erfitt. Kannski kveið ég því samt mest að horfa á dregna upp hugsanlega mynd af sumum “börnunum” mínum. Börnum sem bjuggu við harðræði, ofbeldi af ýmsum toga og jafnvel algjört afskiptaleysi. Sem voru einu sinni lítil börn í leikskóla, sem kannski urðu seinna stór börn á ýmsum meðferðarstofnunum fyrir unglinga. Mér fannst myndin sterk, afar sterk. Ég er þakklát Guðnýju Halldórsdóttur að hafa haft hugrekki til að gera þessa mynd eins og hún gerði hana. Af nærfærni og virðingu, samtímis því að fegra ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband