Til hamingju allar hetjur dagsins

.

 
á spretti

Vöknuðum við það í morgun að fyrstu maraþonhlaupararnir voru ræstir, síðan hefur verið stanslaus gleði miðbænum. Lilló fór niður eftir rétt fyrir klukkan 10 þegar ræsa átti 10 kílómetra hlauparana.  Ekki verður sagt að hann hafi verið eins sportlegur og þeir margir, enginn spandex galli, bara lummulegur gamall bolur og buxur. En hann kláraði. Og meira að segja á þeim tíma sem hann hafði reiknað með. Sagðist hafa gert þetta af skynsemi fremur en kappi. Ég beið við Lækjargötuna og mundaði myndarvélin, var nú mest hrædd um að lenda í því sama aftur og síðast, missa af honum. En guli bolurinn bjargaði því. Sá hann og náði mynd.  Lilló ákvað að hlaupa til styrktar einhverfum, enda þekkjum við þá fötlun vel, bróðursonur hans, hann Spencer er nefnilega mikið einhverfur.

 

 

Til hamingju allir sigurvegarar, bæði formlegri og óformlegir. Ég dáist af ykkur öllum.  

lillo mark


mbl.is Brautarmet í hálfmaraþoni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff hvað hann er duglegur og jú frúin auðvita líka að vera á réttum tíma...

diana (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 12:13

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Já það getur sko verið átak og mér finnst ég ætti að fá verðlaunapening fyrir - eini svoleiðis peningurinn sem ég hef fengið um ævina var þegar ég keppti í spurningarkeppni í menntó. Kannski maður geti skráð sig í að vera öflugur í klappliðinu og fengið svona pening í bandi. jafnvel styrkt gott málefni í leiðinni.

Kristín Dýrfjörð, 18.8.2007 kl. 18:33

3 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Til hamingju Lilló - gerði ekkert annað en að skrá mig og svaf svo út! Alls ekki fara með þetta lengra!

Valgerður Halldórsdóttir, 19.8.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband