Ógn byssunnar

Á stuttum tíma hafa tveir menn með gengdarlausri frekju sem hlýtur að eiga sjúklegar rætur, reynt að stjórna lífi þeirra sem nærri þeim standa með ógn byssunnar. Ekki er lengra en í síðustu viku að maður var dæmdur fyrr morðtilraun gagnvart eiginkonu sinni. Núna er það fyrrverandi maki sem hefur ekki skilið að hann var fyrri maður. Morðið kallar á umræðu um úrræði vegna heimilisofbeldis. Um rót þessa ofbeldis, um forvarnir sem vinna þarf að. Hér þurfa fjölmiðlar að standa vaktina.

   

En hvað gerir það að verkum að menn telja sig hafa slíkt vald yfir þeim sem nærri þeim standa að þeir geta hugsað sér að svipta þá lífi. Ekki veit ég hvort hægt er að rekja dæmin til aukinnar skotvopnaeignar almennings, aukins heimilisofbeldis eða þess að firring gagnvart mannslífum virðist vera að aukast í samfélaginu. Því miður þarf fólk ekki að undirgangast geðheilbrigðispróf til að fá skotleyfi og byssueign virðist vera töluvert almenn.

 

Margar fjölskyldur eiga nú um sárt að binda. Fjölskyldum bæði fórnarlambsins og þess sem ódæðið framdi votta ég mína dýpstu samúð.


mbl.is Árásarmaðurinn svipti sig lífi; fannst látinn á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í 13. gr vopnalaga frá 1998 segir:

Skilyrði fyrir veitingu skotvopnaleyfis eru:
....."að hafa nægilega kunnáttu til þess að fara með skotvopn, vera andlega heilbrigður og að öðru leyti hæfur til þess að fara með skotvopn."

Til þess að fá skotvopnaleyfi þarf að skila inn vottorði frá lækni sem vottar að viðkomandi hafi andlega og líkamlega getu til að nota skotvopn.

Halldór Þormar Hermannsson (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 16:49

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

og er þessu fylgt eftir? Undirgengst fólk einhverskonar geðheilbrigðispróf? eða er það bara svona almenn geðheilsa? Þegar ég hóf nám við fósturskóla Íslands 1983 þurfti ég að skila svona vottorði - ég fór til heimilislæknis sem skrifaði upp á heilbrigði mitt - væntanlega byggt á læknisfræðilegri sögu  minni. En hann hafði ekkert til meta geðheilbrigði mitt að öðru leiti - á ekki það sama við hér? Kannski er það, það eina sem hægt er að gera, ég veit það ekki. En verð að segja að byssur vekja hjá mér óhug. 

Kristín Dýrfjörð, 29.7.2007 kl. 17:32

3 identicon

Mitt vottorð kom frá mínum heimilisækni.

Það er nú líka voðlega auðvelt að segja að menn eigi ekki að fá byssuleyfi án þess að sanna fram á það að þeir séu heilir í hausnum. En til þess þarf viðkomandi að komast á biðlista hjá geðlækni og fara síðan í viðtalsmeðferð hjá honum, og það er ferli sem mundi taka fleiri mánuði og kosta tugi þúsunda. Algjörlega óraunhæft. 

Þá ætti alveg eins að senda fólk sem ætlar að taka bílpróf í samskonar viðtalsmeðferðir, því það verða mun fleiri dauðsföll og slys af völdum einstaklinga í umferðinni sem virðast vera eitthvað tæpir.

Halldór Þormar Hermannsson (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 17:45

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Fyrst, takk fyrir að nenna að ræða við mig. Auðvitað er þetta alveg rétt hjá þér. Kannski hafa viðhorf mín til byssa eitthvað með það að ger að um tíma bjó ég í Bandaríkjunum og upplifiði fréttir af skotárásum inn á heimilum. Þar sem byssur sem voru keyptar til varnar heimulum en síðan notaðar til að skaða heimilisfólk. Margir hérlendis eru aldir upp við byssur á bak við útidyrahurð, fyrir þeim er þetta byssan jafn sjálfsögð og veiðistöngin er á þessu heimili. En það sem stendur upp út er hin ýmsu birtingarform heimilisofbeldis. Og um það er þörf að fjalla.

Kristín Dýrfjörð, 29.7.2007 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband