"Réttindalausar" einkaþotur

Í sumar hefur umferð einkaþotna verið mjög áberandi yfir miðborg Reykjavíkur með tilheyrandi gný. Fokkerinn hljómar eins og saumvél við hlið þeirra. Suma daga hafa þoturnar lent og tekið upp hver á fætur annarri á örskömmum tíma.

  

Eitt af því sem hefur verið í umræðunni er aðstöðuleysi einkaþotna á Reykjarvíkurflugvelli og fram komið krafa um byggingu aðstöðu til afgreiðslu og geymslu á þessum vélum. Nú veit ég ekki hvort það er til að rýma fyrir einkaþotum að landgræðsluvélin er ekki lengur í skýli heldur stendur eins og vængstýfður fugl út á vellinum. Ég velti hins vegar fyrir mér hvers vegna öllum þessum einkaþotum er ekki vísað til Keflavíkur, þar er fín aðstaða og góð skýli.  Mér finnst það líka umhugsunarvert að þeir sem eiga þessar þotur velja að borga ekki gjöld af þeim til íslensks samfélags, því samkvæmt fréttum eru flestar þoturnar skráðar í skattaparadísum í Suðurhöfum.  

 

Ég hef löngum varið innanlandsflugið – og á meðan ekki er búið að ganga frá fljótlegum samgöngum á milli Reykjavíkur og Keflavíkur get ég ekki séð að það sé hægt að færa það. En umburðarlyndi mitt nær ekki til háværra leikfangna auðmanna. Fyrir utan það, þá velti ég fyrir mér hversu réttlætanlegt það er frá öryggissjónarmiði að aðflugsleiðir þessara véla eru yfir þinghúsinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo passa þeir sig á því að lenda eftir að tollurinn er hættur að vinna á daginn

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 17:09

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Þannig að við erum sem þjóðfélag að bera endalausan kostnað af þessu sjálfsdekri. væntanlega þarf að kalla tollara út til að afgreiða vélarnar.  Skil ekki hvers vegna ekki er hægt að takmarka flug um völlinn við ákveðna tíma og ef fólk er ekki á ferli á þeim tímum, sorry - þú verður að lenda í Keflavík.

Kristín Dýrfjörð, 25.7.2007 kl. 18:54

3 identicon

er ekki viss um að tollurinn sé kallaður út

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 20:07

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Þannig að ef það er svo - sem mér finnst reyndar ótrúlegt - þurfa þá bísnessmenn ekki að sæta því að random séu þeirra farangur og handfarangur rennt í gegn um röntgen eða að hundar séu hafðir við hliðið og reglulega látnir sniffa af farangri. Það er sem sagt fín leið fyrir óprúttna  a koma ýmsu drasli inn í landið að verða sér út um eina svona, jafnvel bara í leigu. Miklu betri en að kaupa Bens og fylla af allsslags drasli.

En í alvöru ég trúi ekki öðru en að það sé jafnvel fylgst með því sem fólk er að koma með í svona flugi og öðru. Ég t.d. keypti mér flakkara í fríhöfninni um daginn á fimmtán þús, hann gapti upp úr fríhafnarpokanum og um leið og tollararnir sáu hann þurfti ég að sýna tollurum kvittun og svara spurningum um þekkingu mína á tollalögum (hámarksfjárhæð eins hluts).  

Væntanlega höndla tollarar farþega sem koma með þotunum á sama veg og mig. Varla er verið að fría sig eftirliti með því að lenda í Reykjavík?

Kristín Dýrfjörð, 25.7.2007 kl. 21:21

5 Smámynd: svarta

Hæ ég er bara að láta vita að ég er komin heim og hætt að blogga. Ég ætla nefnilega að útskrifast á þessari öld :)

svarta, 26.7.2007 kl. 04:29

6 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

iss - þú stenst ekki mátið mjög lengi - er oft einmannalegt við tölvuna - en í lagi að taka sér gott frí frá því svarta mín.

Kristín Dýrfjörð, 26.7.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband