Lagatæknilegur dans

Þessa síðustu daga virðast dómarar vera mjög fastir í tæknilegum atriðum - getur verið að  baugsdómar hafi þessi áhrif - umfjöllun um lagatæknilegar hliðar og útfærslur virðast vera að vefjast eitthvað fyrir dómurum og löggæsluaðilum. Næst þegar ég fer í mátunarklefa og tel mig vera í lokuðu rými, er það hin  vitleysa  hjá mér,  ég er það alls ekki - ég er opnu rými samkvæmt þessu. Hvaða bull er þetta - ef dansað væri fyrir opnum tjöldum væri kannski hægt að segja opið rými en um leið og tjöldin eru felld er búið að afmarka og loka rýminu samkvæmt mínum skilningi. Þessi dómur eins og sumir aðrir undafarna vikur, hlýtur að rata til hæstaréttar.
mbl.is Eigandi Goldfinger og dansari á staðnum sýknuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er til nokkuð sem heitir "skýrleiki refsiheimilda". Sá sem er borin sök að refsiverðum verknaði verður að geta gert sér fullkomlega grein fyrir að háttsemin sé refsiverð. Persónulega sé ég ekkert lagalega rangt við þennan dóm.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband