Afmælisdagar

Nú er runninn upp afmælisdagur yngri systur minnar og sú eldri sem átti afmæli fyrir rúmri viku fær daginn lánaðan til veisluhalda. Hún og eiginmaðurinn náðu þeim merka áfanga á þessu ári að verða fimmtug. Mitt afmæli er á milli systranna. Strákarnir eru svo allir í sitthvorum mánuðinum, haust og vetrarbörn. 

  

Þegar við vorum litlar fékk elsta systirin að halda sitt afmæli – en við yngri systurnar héldum upp á okkar saman. Við eigum það enn til. Seinast þegar við gerðum það, skipulögðum við ratleiki með ýmsum þrautum um leikheima okkar, Meltunguland, Blesugróf og upp með hólmanum í Elliðarádal. Við vorum ekki alveg jafnheppnar með veður og nú, en eigum dýrmætar og skemmtilegar minningar. Ég er t.d. enn að hlæja að keppnisskapi sumra fullorðinna sem urðu næstum sárir yfir að tapa í þrautinni um hver smíðaði flottasta bátinn til að sigla niður Elliðaárnar.  

 

Litla systir heldur upp á daginn með því að fara í gönguferð á fjöll með hóp af unglingum sem eru á Norrænu vinarbæjarmóti í Þorlákshöfn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband