Guð sé lof nú má maður dást opinberlega

Ég hef í laumi dáðst af Thierry Henry, en það hefur verið algjörlega í laumi, nú get ég það opinberlega. Hér á þessu heimili halda nefnilega “allir” með Tottenham, og  fyrir þá sem ekki vita eru Arsenal þeirra svörnustu andstæðingar. Það þarf einhverja djúpsálarfræðilegar skýringar til að skilja af hverju þessi óvild stafar (kannski það sé vegna þarfarinnar til að hafa alltaf einhvern hinn til að vera saman á móti). Allt Arsenalískt er því bannfært og að dást að einhverju þar flokkast undir vanhelgun.

Nema nú er kappinn kominn í hitt liðið sem hefur verið vinsælt á heimilinu í mörg, mörg ár og ég meira segja verið svo fræg að komast á völlinn þeirra. Verst að það var enginn leikur, stolt barselónísk samstarfskona mín vildi  endilega að við kæmum þar við, fyrir nokkrum árum, vildi að við litum völlinn augum og svo fékk ég að vita allt um hinar sósíalísku hefðir liðsins. En það er önnur saga. Annað sem er vont er er að mínir menn eru líka KRingar og mér skilst að það sé ekki þjáningarlaust þessa daga. Er bara búin að vera í burtu og hef ekki þurft að hlusta á grátstafina.  


mbl.is Henry mættur til Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Hæ, ertu enn úti í London?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 25.6.2007 kl. 11:37

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

ó nei, nú er ég heima á Fróni að minnast með sjálfri mér á eitt uppáhaldsljóðskáld okkar í leikskólanum, Jónas Hallgrímsson.

Kristín Dýrfjörð, 25.6.2007 kl. 11:47

3 identicon

Velkomin aftur á skerið og í bloggheima! :) Ég er svo veik fyrir Henry að ég þorði ekki einu sinni að blogga um það, hefði getað skilist á óæskilegan veg, í mörgum skilningi 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 12:59

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

heheh svona er þetta víst - sit hér með sveittan skalla við að skirfa rannsóknaráætlun, þarf að koma fyrstu drögum af mér fyrir vikulokin og þau mega bara vera 2000 orð - sem þýðir að ég þarf að beita orðayddaranum og tálga og tálga.  

Kristín Dýrfjörð, 25.6.2007 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband