Af ávöxtunum skulum vér þekkja þá

Fyndin forsjárhyggja hjá hinu nýja leikskólaráði í Reykjavík. Búið að birta lista með fallegum litmyndum af æskilegum berjum og ávöxtum sem leyfast í leikskólaparadís. Sérstaklega þegar börnin kveðja hana.

 

Þar má borða, bláber og kíví, jarðaber og appelsínur. Ekkert traust til leikskólastjóra - ekki treystandi til að ákveða hvað má borða í veislum barnanna.

 

ps. Það má líka borða frostpinna og kanilsnúða.  

listi
Er þetta ekki dæmalaus og í leiðinni pínlegur texti:

 

Minnt skal á að skammtastærðir eru ekki síður mikilvægar en það sem er á boðstólum og er mjög mikilvægt að skammta hæfilega t.d. þegar boðið er upp á súkkulaðiköku.

 

Ef fleiri en ein tegund veitinga er á boðstólum er æskilegast að þar á meðal séu ávallt ávextir, ber eða grænmeti. Ef ávextir og grænmeti eru skorin í hæfilega munnbita eru meiri líkur á að börnin borði vel af þeim.  

... ekki er mælt gegn því að afmælisbörnin fái þá verðskulduðu athygli sem fylgir hverjum afmælisdegi. Væri til dæmis hægt að bjóða upp á ávexti á sjálfan afmælisdaginn og fylgir þeim venjum sem tíðkast á afmælisdögum s.s. að hafa kórónu, fána o.d.frv.á sjálfan afmælisdaginn og svo kæmi "afmæliskakan" einu sinni í mánuði  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En ef leikstjórar ákveða e-ð annað? Eru þetta að verða svona - Big brother is watching you! - stjórnarhættir þarna í henni Reykjavík? 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 20:49

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Held það bara - get ekki sett klippu hér inn svo ég ætla að bæta henni inn í bloggið -

Kristín Dýrfjörð, 15.5.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband