Hattarnir í leikskólanum

Í leikskólanum setja leikskólakennarar upp marga og mismunandi hatta. Þeir mega hvorki vera of þröngir né of víðir, en þeir eru samt ákaflega mismunandi, sumir eru ljósir, aðrir dökkir, sumir barðmiklir aðrir barðlausir, sumir skreyttir, sumir kúptir aðrir oddhvassir, en hver og einn þeirra verður að passa á sinn haus.

Hattarnir eru hlutverkin sem við verðum að vera færar um að bregða okkur í hvenær sem er. Meðal þessara hatta sem við setjum upp eru hattar sem hjálpa okkur að vinna með tilfinninga- og félagsþroski og sköpunargleði.

Mikilvægt veganesti útí lífið er að barnið nái að þróa tilfinninga- og félagsþroska og það læri að fagna og beita sköpunargleði sinni. 

Ef foreldrar eða aðrir koma inn á deild í leikskólanum sjá þeir að öllum líkindum dæmi um alla ofangreinda þætti á innan við klukkutíma. Þeir sjá hann Pétur gráta vegna þess að eitthvað kom upp á, þeir sjá Elínu og Bjarna sem eru að leika saman og skiptast á og þeir sjá Dísu, Gerði og Garðar byggja úr kubbunum, sjá þau standa upp og virða fyrir sér sköpunarverkið.

Áhorfandinn sér uppákomur sem tengjast sköpun, tilfinninga- og félagsþroska. Hann sér atriði sem standa upp úr í starfi leikskólakennarans og einkennir allt hans starf.

Til að ég þori að vera ég sjálfur verður sjálfsmynd mín að vera í lagi:

Ég verð að vita hver ég er.

Sjáðu hvað ég get, ég get gengið, skriðið, látið í mér heyra!

Ég verð að vita að ég tilheyri hóp.

Ég get búið til orm úr leirnum alveg eins og þú!

Ég verð að vita að ég er einstök.

Þetta er mamma mín og þarna er mamma þín

Ég verð að vita að ég bý yfir valdi.

Ég ræð sjálf hvað ég mála, hvaða liti ég vel! Hvað ég er í leiknum.

Ég verð að kunna að hlæja og gráta með vinum mínum, ég verð að kunna að deila með þeim en líka að standa á mínu. Ég verð að þora að vera ég sjálf/ur.

Það er starf leikskólakennarans að styðja við leit barnsins að sjálfinu. Í leikskólanum gerum við það með ýmsu móti ef við t.d. horfum á sjálfsmyndina hér að ofan og spyrjum hvernig eru þessi atriði tengd starfinu á deildinni?

Við kennum börnum að sýna hvort öðru hlýju og umhyggjusemi við gerum það markvisst með góðu fordæmi, við veljum sögur og bækur þar sem atvik tengjast því að sýna umburðarlyndi og væntumþykju. Við hjálpum börnum að leysa úr deilum með orðum og gerðum.

Við kennum börnum að skiptast á að leika sér saman, rannsaka saman. Við rannsökum og leikum saman. Í leikskólanum er sköpun sennilega það hugtak sem við höldum mest upp á. Það hugtak sem ber starfið upp og gerir það svo skemmtilegt. Sem gerir hvern dag nýtt ævintýr

og ef þú vilt kynnast þessu frábæra starfi og hvernig þú getur menntað þið til þess þá skaltu smella HéR

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband