Vorboði

 

     við Svartá 2    heiðin

Komin aftur á heimilið fyrir sunnan. Ákvað að yfirgefa Akureyri þrátt fyrir 23 stiga hita á mælum í dag. Smettið meira að segja orðið soldið rautt. Á örfáum dögum er stóri reynirinn í garðinum hér í Miðstrætinu orðin næstum al-laufgaður. Allar plöntur farnar að gægjast upp í beðum og vorlaukar blómstra. Setti niður einhverja tugi lauka síðastliðið haust og held þeir hafi bara flestir skilað sér. Ég er oggu eins og barn sem bíður eftir jólapökkum, hleyp út í garð með reglulegu millibili til að sjá hvernig gróðrinum líður. Verst er að grasið er næstum ónýtt, ekkert nema mosi og blöðkur, held ég leggi til að við tyrfum blettinn í sumar. Annað sem er grábölvað, er við drógum snúruna úr flaggstönginni óvart úr í fyrra.  Nú er komið að fyrsta skylduflaggdegi ársins hér á bæ og stöngin snúrulaus. Hún er orðin dáldið bólgin og ég veit ekki hvort það er þorandi að fella hana og þræða snúruna í aftur fyrr en seinna í sumar.

   beðið 2    beðið 3 

Að leggja tré í einelti

1. maí er örlagadagur reynisins okkar. Hann fer að halla í löggiltan eftirlaunaaldur, teygir sig til himins, tignarlegur og flottur. Finnst okkur. En nágrönnum okkar finnst hann víst ekki eins flottur. Hann á það nefnilega til að skyggja á sól á nýju svölunum þeirra. Nágrannar okkar eru framtaksamt fólk. Í fyrra drógum við fána að húni þann 1. maí og stormuðum svo í okkar árlegu göngu. Nágrannar okkar hafa sennilega verið búnir að reikna út væntanlega fjarveru. Gera sér grein fyrir að þetta væri besti tíminn til að leggja til atlögu. Þau mættu í garðinn, í skjóli göngunnar, vopnuð vélsög og réðust á tréð. Söguðu af því fjölda stórra greina og lemstruðu það. Ég græt enn fyrir hönd trésins. Og get aldrei litið nágrannana sömu augum.  

Reynitréin okkar

Ljúfustu vorboðarnir

Ljúfustu vorboðarnir í götunni eru að það sjást börn að leik í görðum. Það heyrast hróp og köll og boltaspark er æft af miklum móð. Bráðum bíst ég við að heyra hátt og snjallt, EIN KRÓNA fyrir ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband