Silfrið

Ég horfði á silfrið áðan, fannst soldið fyndið þegar “ofurblaðamaðurinn” held ég að Egill hafi kynnt Agnesi, hafnaði því að vera hlutdræg í skrifum sínum. Þar gætti hún algers hlutleysis – þvílíkt bull. Algjört hlutleysi er ekki til og verður ekki til. Það hver ég er hlýtur að stýra vali mínu á efni og sjónarhornum. Agnes segist líka hafa læknast algjörlega af kommúnisma hafi hún einhvertíma haft tilhneigingar í þá átt, enda nýkomin frá Kúbu. Hver getur dæmt Kúbverskt samfélag miðað við þá meðferð sem landið hefur hlotið. Búið að vera í viðskiptabanni í yfir 40 ár. Hefur það ekki haft eitthvað með lífskjör almennings að gera? Er þetta viðskiptabann ekki að verða úrelt? Við hvað er kaninn hræddur? Vona annars að Agnes hafi gefið sér tíma til að hlusta á Jón Baldvin, svona vegna þess hvaða hana hryllti við tilhugsun um vinstri stjórn.

 

Jón Baldvin sem Sáfi vill fara að gefa frí – minnti menn á að hverjir það voru sem byggðu upp undirstöður þess hagvaxtar sem hefur ríkt, vinstri flokkarnir ásamt framsókn. Með EES samningnum og með hinum frægu þjóðarsáttarsamningum. Samningum þar sem höndum var komið á verðbólguna.

 

Ég var í Rúgbrauðsgerðinni 1989 – það var eldskírn mín í kjarasamningsgerð. Minningin sem skiptir mig e.t.v. mestu frá þessum samningum var þegar við biðum eftir að ríkisstjórnin setti saman “félagmálapakkann” þar sem reynt var að tryggja öryrkjum, öldruðum og sjúklingum hlutdeild í ágóða samningsins. Sumum fannst það óþarfi, þær raddir heyrðust að hverjum bæri að hugsa um sinn rass og sitt félag, það væri ekki hlutverk stéttarfélaga að taka málefni öryrkja upp á sínar hendur. Ég man líka að þá reiddist Ögmundur ógurlega og hélt þrumuræðu um sameinginlega ábyrgð við okkar minnstu bræður.

 

Þó ég sé kannski ekki sammála Ögmundi flokkspólitískt þá veit ég að við deilum um margt sameiginlegri lífsýn um ábyrgð samfélagsins gagnvart okkar minnstu systrum og bræðrum. Það hefur ekki breyst.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þetta með Agnesi Braga. Hún minnti mig svolítið á Ingva Hrafn. E, hvað um það; það er eitt að blaðamenn megi hafa skoðanir og ekkert við það útilokar hlutlæga blaðamennsku viðkomandi. Það er hins vegar annað þegar viðkomandi eru haldnir öfgaskoðunum. Andstyggð Agnesar á vinstri stjórnum er öfgaskoðun.

Friðrik Þór Guðmundsson, 22.4.2007 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband