Slíta naflastrenginn

Eftir mikla umhugsun ákvað ég að setja upp mína eigin heimasíðu, halda blogginu fyrir hina pólitísku hlið á sjálfri mér en síðunni fyrir það sem snýr beint að leikskólastarfi. Hér á blogginu  ætla ég t.d. að hafa skoðun á sameiningarmálum leikskóla, pólitískum ákvörðunum um fækkun fermetra, um stjórnmál í sinni víðustu mynd, forsetakosningar ef sá gállinn er á mér og hvaðeina.

Á vefnum eiga að birtast greinastubbar um allt mörgulegt sem snýr að leikskólastarfi, hugmyndafræðilega sem hagnýtt. Með tíð og tíma vona ég að vefurinn vaxi og verði öflugur hugmyndabanki. Mest af því sem þar er að finna núna hef ég skrifað en vonast til þess í framtíðinni að aðrir ljái mér hugsun og skrif.

Vefurinn minn fékk heitð Laupur. Laupur er auðvitað tilvísun í hrafnshreiður en fyrir mig er tenginginn líka í að fyrir löngu þegar við Guðrún Alda (mín helsta samverkakona) vorum að velta fyrir okkur íslensku heiti á efnisveitur fyrir leikskóla kom hún með orðið Laupur. Við völdum það ekki, vegna þess að laupur er e.t.v. meira safn en veita og eðli efnisveitu er að vera miðstöð og að vera farvegur en ekki endapunktur. Hinsvegar hefur laupurinn fylgt okkur og þegar ég var að ákveða nafn á vefinn, ákvað ég að nýta þessa gömlu hugmynd.

Þeir sem hafa áhuga geta litið á vefinn hann má finna á www.laupur.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband