sjá það mögulega í því ómögulega

Menning er vaxtarbroddur þjóðar og þjóð sem hefur ekki efni á menningu hefur ekki efni á að vera til. Samfélagið speglast í listunum. Þar er bæði fegurð og ljótleiki er túlkaður. Þar er það "sagt" sem hinir ýmsu rýnendur í þjóðfélagið þora ekki að segja eða bara koma ekki auga á. 

Listin leitast við að sjá öðruvísi tengingar, nýjar tengingar, tengja á milli ólíkra sviða mannlífsins og líka við hin ýmsu svið fræðanna. Hún hjápar okkur að hugsa, vera til, hún er bæði tilgangur og leið. Það er hennar að sjá til þess að við ræktum mennskuna í okkur. Hún gerir okkur mögulegt að sjá það mögulega í því ómögulega. Við þurfum sköpunarkraft til að þróa samfélagið, til að sjá ný tækifæri, til að átta okkur á hvernig vð getum best búið saman hér á jörð.

Ef við kremjum knúp sköpunarkraftsins er okkur sem þjóð hætta búin. Þess vegna þurfum við á listunum að halda og þess vegna eigum við að vera með hin ýmsu listamannalaun og veita þau stolt og glöð. Listin er þegar upp er staðið það sem skilur okkur frá sauðkindinni.  


mbl.is 467 milljónir til listamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er virkilega þörf á þessu á síðustu tímum ? Þarna er greinilega verið að moka í elítuna. ( Var ekki Harpan nóg ?)

"Úthlutað er alls 1.600 mánaðarlaunum sem eru 291.649 kr."

Aldraðir svelta, öryrkjar eru mergsognir og almenningur skattpíndur.

291 þús á mánuði er meir en margir vinnandi hafa !

Enn ein hneisan hjá hinni "Norrænu velferðarstjórn"

Ojjj bara... Skammist ykkar...

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 18:49

2 identicon

Það er algerlega óásættanlegt að setja peninga í við núverandi aðstæður. Hneyksli!

DoctorE (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 19:03

3 identicon

Sennilega hefur verið skorið niður í heilbrigðiskerfinu un þennann 1/2 milljarð, til að þessir listamenn gætu fengið launin sín.

Frekar ætti að skera niður listamannalaunin finnst mér.

afb (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 19:03

4 identicon

Ef þetta lysir ekki Islandi, ta veit eg ekki !

Ef tað er til 500 mills til ad borga tetta, ta a ekki ad skera nidur til annara a medan.

tarna sest bullid !

Johann (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 19:40

5 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sko ykkur vissi þetta. Hvað með alla þá listamenn sem hafa endalaust gefið vinnu sína í t.d. safnanir fyrir sjúkrahús landsins og önnur góð málefni. Haldið að það jafnist ekki út? Hvað með þann arð sem er af vinnu þeirra í tengslum við ferðamannaiðnað - hvað haldið þið að margir túristar komu vegna þess að þeir hafa kynnst landinu í gegn um listir? Hvað með margfeldiáhrif listanna? Ég vil gott heilbrigðiskerfi en ég held að annað útiloki ekki hitt (ps ég vil frekar listamnnalaun en Hörpu, en fyrst hún er nú komin er eins gott að hún vinni fyrir okkur).

Kristín Dýrfjörð, 9.2.2012 kl. 21:41

6 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Long tæm nó sí, dottore.

Kristín Dýrfjörð, 9.2.2012 kl. 21:42

7 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Ég styð list...............svo lengi sem fólk vinnur fyrir því sem það er að gera en er ekki mergsogið af almenningi.

Listamenn eiga fullan rétt á sér en listafólkið á líka að fá borgað fyrir sitt framlag(seldar vörur) og ekki krónu meir. Ég stimpla mig inn og út og fæ borgað eftir því og ekki er ég að mergsjúga almenning.

Furðulegt að fólki finnist í lagi að dæla úr ríkissjóði til að halda uppi fólk sem getur ekki unnið fyrir sér. Fullfrískt fólk sem nennir ekki að vinna almenna vinnu og ekkert annað.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 10.2.2012 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband