Ísbrjótar og ný miðja. Dagur leikskólans.

Dagur leikskólans er afmælisdagur. Þann dag fyrir rúmum 60 árum stofnuðu leikskólakennarar stéttarfélag. Á afmælisdögum fögnum við og gerum okkur dagamun, en við lítum líka yfir farinn veg og pælum í stöðu okkar og áformum til framtíðar.  Í dag las ég á fésbók leikskólastjóra í Reykjavík bókun foreldra og fulltrúa leikskólastjóra og starfsmanna í stjórn skóla og frístundaráðs. Þar lýsa þeir yfir áhyggjum af afleiðingum opnunar reglugerðar menntamálaráðueytisins um fermetrafjölda fyrir barn í leikskólum borgarinnar. Reglugerðin sem átti að leiða til fleiri fermetra hefur nú haft öfug áhrif, fækkun fermetra. Áður var líka reglugerð um hámarksfjöld barna á starfsmann, hún hefur líka verið felld niður. Á tímum góðæris höfðu fáir áhyggjur en á tímum þrengina er hætt við að það sem átti að verða til góðs verði að hinu gagnstæða. Þegar ég las þetta fyrst hélt ég að borgin sjálf hefðu gert þetta, ég fékk seinna að vita að leikskólinn er í "einkarekstri". Það breytir samt ekki málinu í grundvallaratriðum, borgin verður að standa sína pligt og gæta hagsmuna barna. FYRST OG FREMST.

Það er hægt að vera ísbrjótur í ýmsar áttir. Að vera sá sem fækkar fermetrum (engin reglugerð), vera sá sem fjölgar börnum á starfsmann (engin reglugerð um það lengur), en hættan er að þegar búið er að brjóta ísinn (hvort sem einkarekinn, sjálfstætt rekinn eða þjónusturekinn leikskóli gerir það) þá fylgi aðrir á eftir. Sveitarfélög sem t.d. hafa ekki viljað í slaginn sjálf, sjá sína sæng útbreidda. Þau fagna slíkum ísbrjótum. Þeir færa nefnilega mörk þess mögulega. Þeir breyta miðjunni og það sem einu sinni var á jaðrinum verður að hinni nýju miðju.
ÞESS vegna kemur það öllum við sem áhuga hafa á málefnum leikskólans og velferð barna, hvernig búið er að þeim og starfsfólkinu sem vinnur með þeim. Þess vegna eiga svona fréttir að fá stéttina til að anda djúpt og krefjast svara. ÞAð hlýtur að vera krafa að sveitarfélög láti í ljós hvað þau eru að hugsa og setji viðmiðunarreglur.
Á morgun er dagur leikskólans og þá verður margt um að vera út í leikskólum landsins. Leikskólarnir kynna starf sitt á ýmsan hátt. Ég hvet foreldra, afa og ömmur að taka þátt í því sem í boði er. En ég hvet þau líka til að krefjast svara um rekstrarumhverfi leikskólanna, það er nefnilega ekki einkamál leikskólakennara, málið snýst um velferð barna þeirra og barnabarna.

Hér er svo bókuninin fyrir þá sem vilja lesa hana.  

Áheyrnarfulltrúar foreldra barna í leikskólum og leikskólastjóra óskuðu bókað á fundi nr. 104 - Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur þann 1.2 2012

"Það er áhyggjuefni að löggjafinn setji ekki lengur kvaðir á um stærð rýmis á hvert barn. Fyrir nýju leikskólalögin nr. 90/2008 var kveðið á um að heildarrými á barn væri að lágmarki 7 fermetrar og leikrými 3 fermetrar. Nú er verið að samþykkja leyfi fyrir 96 börn á aldrinum 18 mánaða - 6 ára í rými sem er að grunnfleti 537,1 fermetri eða 5,59 fermetrar í heildarrými á barn. Við höfum áhyggjur af framvindunni verði ekki settar viðmiðunarreglur um stærð rýmis á hvert barn, hér er verið að fara niður fyrir fyrri viðmið. Nýlegar rannsóknir um hljóðvist í leikskólum veita stuðning fyrir því að taka þurfi á þessu máli." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband