Náttúrleg leiksvæði

Hvað er átt við með náttúrleg leiksvæði í borg? Hér á landi er stór hópur fólks sem hefur áhuga á að bæta útivistaraðstæður barna í grunnskólum, leikskólum og í almenningsrýmum. Margir leikskólagarðar sem ég kem í eru algörlega geldir og þeir kalla ekki; komdu að leika. Náttúrleg leiksvæði kalla hinsvegar á börn og fullorðna. Þau bjóða upp á allt bardúsið og drullumallið og átökin við líkamann og ævitýrin. Þau kalla á löngun til að leika úti við góða vini, til sökkva sér í leikinn. Á slíkum leiksvæðum "hanga" börn ekki á húninum og vilja komast inn. Svo býður uppbygging þeirra upp á samstarf kynslóðanna, samveru foreldra og barna og ömmu og afa sem vilja taka þátt.  

Í vor verður ráðstefna um svoleiðis leiksvæði þar sem helstu sérfræðingar víða að úr Evrópu koma og fjalla um allt frá leik að öryggismálum til hönnunar. Sporgöngumaður er hann George Hollander, leikfangasmiður sem er óþreytandi að koma hugmyndinni á framfæri. 

Ráðstefnan er auðvitað fyrir alla áhugasama, en líka fyrir þá sem hanna garða, gera úttektir, byggja þá, vinna hjá sveitarfélgöum við umhirðu þeirra,  alla vega kennara sem nota þá. Hún er fyrir breiðan hóp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband