Pottaskefill

Pottaskefill er í sjokki, hann veit sem er að Stúfur er vinsæll og erfitt að slá því við. En að Stúfur hafi fengið að setja sjálfan Icesave í skóinn hjá þjóðinni, á því átti hann ekki von. Hann er sí svona að vona að allir séu orðnir svo leiðir á umræðunni að hún verði bara nett þögguð að einn sólarhringur af Icesave dugi þjóðinni. Hún nenni ekki þessu böggi meir. Vilji eitthvað léttara að ræða svona eins og gúrmemat og já jafnvel bara venjulegan hafragraut.

Eins og alþjóð veit er Pottaskefill afar áhugasamur um alla eldamennsku. Hefur sótt ýmsa fræga skóla og dreymir um Michelin stjörnu eða heila stjörnuþoku. Það meira að segja þó hann hafi verið rekinn úr öllum kokkaskólum fyrir stórfellt hirðuleysi og skort á bragðskini. Þrátt fyrir þessa smá misfellur á ferlinum fylgist hann vel með og hefur skoðun á öllu sem viðkemur mat. Hann er  t.d. afhuga verksmiðjubúskap af öllu tagi og gekk á árinu til liðs við slow food og slow living hreyfingarnar. Hann er reyndar alveg sannfærður um að allt þetta sló dót sé mjög í anda jólasveina og lifnaðarhátta þeirra í gegnum aldirnar, hann er líka ánægður með að slow hreyfingin hafnar ekki tækninni, annars yrði hann að hafna þeim. Hann er nefnilega oggu tækninörd. Elskar öll hjálpartæki ... eldhússins, þrátt fyrir að vera líka aðal böðull þeirra í Grýluhelli.

Pottaskefill er mikill áhugamaður um næringaruppeldi barna. Hann hefur miklar áhyggjur af vondum og óætum mat í leik- og grunnskólum. Finnst það undarlegur sparnaður. En hvað veit hann svo sem er bara jólasveinn. Hann hefur boðist til að mæta í skóla og kenna fólki eldamennsku. Hann er sérlega flinkur í naglasúpum og naglaréttum af ýmsu tagi. Grýla fussar reyndar og sveiar yfir matnum, segir hann of bragðgóðan og ekki nógu úldinn. En eins og alþjóð veit er ýldulykt er í hennar nefi eins og besta ilmvatn.

Annars er það af Pottaskefli að frétta að á árinu stal hann eldhúsinu í Orkuveitunni, var búinn að lesa svo mikið um hvað það væri stórkostlegt. Sérstaklega fannst honum tilkomumikið að fá vélar sem þvo grænmeti, honum finnst nefnilega fátt leiðinlegra en að þvo grænmeti með bursta. Þegar hann eldar fyrir fjölskylduna í Grýluhelli er hann ekkert að spá í fínheit, enda alinn upp á að lidt skidt skader ikke. Það var uppáhaldssetning Leppalúða á matmálstímum en aðallega þegar rætt var um uppvaskið. Jólasveinarnir voru aldir upp við að það væri nóg að þrífa leirtauið svona einu sinni á ári. Það er arfleið Leppalúða, Grýlu dugir einu sinni á áratug. Af eldhúsgræjunum úr Orkuveitunni er það að frétta að þær eru allar í drasli, því þó Pottaskefil dreymi stóra drauma fylgir getan ekki alveg og tækin fínu kunni hann lítið á þegar upp var staðið.

  

Sá fimmti, Pottaskefill,
var skrítið kuldastrá.
- Þegar börnin fengu skófir
hann barði dyrnar á.

Þau ruku' upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti 'ann sér að pottinum
og fékk sér góðan verð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband