Stúfur

Í kvöld leggur Stúfur af stað til byggða. Hann er eins og þjóð veit frekar smávaxinn af jólasveini að vera. Hann vill meina að hann hafi búið við vont atlæti hjá henni Grýlu. Hún lítið sinnt honum og nært. Hann huggar sig við gleðst yfir að vera einn vinsælasti jólasveininn og skellihlær upp í opið geðið á bræðrunum þegar öfundin sækir þá heim. Þeir eru nefnilega ekkert auðveldir þessir bræður, endalaust að kíta og mikil samkeppni þeirra á milli. Til eru margar sögur af stríðni Stúfs og vandræðum sem hann hefur lent í vegna hennar.  

Jólasveinar þurfa krafta til að sinna störfum sínum og er fólk beðið um að elda mat á pönnum í kvöld og helst brenna hann svolítið við. Stúfur nefnilega elskar að naga það sem festist við pönnurnar. Annars hefur hann sést við einstaka gasgrill sem eigendur hafa ekki þrifið frá í sumar. Hann tekur grindurnar úr og nagar þær og sýgur. Ef fólk er að rekast á grillgrindur á gangstéttum og í görðum getur það þakkað það honum Stúf.

Annars er Stúfur þakklátur fyrir þessa amerísku viðbót, grillmenninguna sem hann kallar reyndar útieldhús. Hann hefur líka frétt að margir skólar ástundi eitthvað sem nefnist útiskóli, útinám og því fylgir útistofa. Oft eru í þessum stofum eldstæði. Stúfur hefur sést sniglast í kring um þessar stofur. Sumum börnum til gleði en önnur eru hálfskelkuð. Finnst hann  ófrýnilegur kappinn.

Stúfur hét sá þriðji
stubburinn sá.
Hann krækti sér í pönnu,
þegar kostur var á.

Hann hljóp með hana í burtu
og hirti agnirnar,
sem brunnu stundum fastar
við barminn hér og þar.

(Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband