Hvađ eru kjaramál leikskólastjóra?

Á morgun ćtlar félagsfólk í Félagi leikskólastjórnenda ađ hittast og ráđa ráđum sínum. Ćtlunin er ađ vinna ađ stefnumótun og framtíđarsýn fyrir félagiđ sem stofnađ var á síđasta ári. Í raun byggist ţađ á grunni fagfélags leikskólastjóra. Á morgun fá allir félagsmenn tćkifćri til ađ taka ţátt í ađ byggja upp sýn nýja félagsins. Fyrir hvađ ţađ á ađ standa, ţá sýn og gildi sem eiga ađ liggja starfinu til grundvallar. Ég velti hins vegar fyrir mér hvađ séu kjaramál leikskólastjóra?

Hvađa mál skipta leikskólastjóra máli varđandi rekstrarumhverfi ţeirra stofnana sem ţeir reka? Ţađ er vitađ rekstrarumhverfiđ er mjög misjafnt á milli sveitarfélaga og jafnvel innan sveitarfélaga. Fyrir mörgum árum heyrđi ég ţví varpađ fram hvort ađ ekki vćri bara best ađ fá viđskiptafrćđinga til ađ stjórna rekstrinum og ţá gćtu leikskólakennararnir sinnt fagmálunum. En í mínum huga er máliđ ekki svo einfalt. Ég tel nefnilega ađ ţađ sé illmögulegt ađ ađskilja fagmál og rekstrarmál.

Forgangsröđun verka og fjármagns verđur ađ vera í höndum leikskólastjóranna. Ţegar ég byrjađi ung sem leikskólastjóri gerđi ég "óskalista" í ađdraganda fjárhagsáćtlunargerđar, ég setti svona 6- 8 atriđi á listann og fékk kannski 1-3. Í mínu tilfelli tók ţađ um 5 ár ađ klára listann (viđ í mínum leikskóla völdum ađ senda inn sama listann ár eftir ár). Á honum voru jafn ólík atriđi eins og ađ skipta út rándýrri og óhentugri loftlýsingu, mála veggi, kaupa ný borđ og stóla fyrir börnin og húsgögn í kaffistofuna, dýnur í hvíld og svo framvegis. Ţetta var á ţeim árum ţegar leikskólar fengu  úthlutađ x fyrir leikföng, x fyrir bćkur, x fyrir vefnađarvöru og svo mćtti áfram telja. Síđan mátti helst ekki fćra á milli flokka. Í litlum leikskólum var nćr útilokađ ađ eignast stćrri hluti. Verst var ađ viđ höfđum oft litla yfirsýn yfir marga flokka, sáum t.d. aldrei reikninga frá rafmagnsveitunni. Matarkostnađur kom ekki niđurliđađur og svo framvegis. Bókhaldiđ okkar var eiginlega beiđnabókin. Svo breyttist ţetta og viđ fengum ađ sameina flokka og ráđa hvernig viđ vörđum heildarupphćđinni og viđ fengum tölvuforrit sem hjálpuđu okkur ađ halda utan um reikninga og sundurliđa ţá sjálf (alla veg viđ sem höfđum tölvur í skólunum). Sameining flokkanna leiddi til nýrra lista. Hjá okkur forgangsröđuđum viđ  mikilvćgum efniviđ í uppeldisstarfiđ, á listanum lenti, hljóđfćri, einingakubbar, vandađir litir og svo framvegis. Miđstýringaráráttan var samt ekki alveg dauđ og sumt máttum viđ helst ekki kaupa nema međ sérstöku leyfi, (eins og tölvur) og stćrri framkvćmdir auđvitađ háđar sérstökum skođunum.

Enn ţetta međ miđstýringuna ég man ţegar fjármálastjórinn hringdi í mig, erindiđ var ađ ég hafđi keypt tölvu númer 2 inn í 6 deilda leikskóla. Fjármálastjórinn sagđi mér ađ í nágranaskóla okkar vćri ekki til tölva en ég međ tvćr og nú ćtti ég ađ senda ađra ţangađ. Ţađ fauk létt í mig og ég svarađi. "Já ţađ er ekkert mál en ég hef heyrt ađ ţau eigi tvö kubbasett og nú vantar okkur slíkt".  "Ţú meinar ţađ" var svariđ og ég heyrđi aldrei framar talađ um tölvumál hjá mér.

Ţađ eru rúm 13 ár síđan ég hćtti sem leikskólastjóri. Ég hélt satt ađ segja ađ allir svona kvótar á einstaka liđi vćru út úr kortinu ţangađ til ađ ég hitti leikskólastjóra nýlega sem hafđi rekiđ ákveđna hluti í sínum leikskóla međ mikilli hagsýni. Hún fékk hvorki ađ fćra á milli liđa eđa á milli fjárhagsára.  Hvers vegna er ég ađ rifja ţetta upp, jú ég er ađ velta fyrir mér hvađ í starfsumhverfi leikskólastjóra er umsemjanlegt og hvađ ţćtti félagiđ á ađ hafa stefnu í og berjast fyrir. Sannarlega er ekki hćgt ađ setja slíkt inn í  kjarasamning en ţađ hlýtur samt ađ vera hćgt ađ koma ţví fyrir einhverstađar, t.d. međ sameiginlegum yfirlýsingum. Ţegar fagfélag leikskólastjóra var stofnađ var rćtt um ađ skapa vettvang međal annars fyrir svona umrćđur, leikskólastjórar ţyrftu ađ hafa vettvang til samrćđu. Ég velti fyrir mér er ţađ enn hluti af framtíđarsýn félagsins.

Í mínum huga er ekki hćgt ađ taka í sundur faglegan metnađ, framsýni og rekstrarmál. Ţađ verđur forvitnilegt ađ sjá hvađ kemur út úr stefnumótunarfundi félagsins. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband